Löggiltur fasteignasali
Anna Laufey býr yfir fjölbreyttri reynslu í sölustörfum, félagsmálum og öllu því er lítur að fegrun umhverfis og húsnæðis. Hún leggur sig fram við allt sem hún gerir og býr yfir miklum sannfæringarkrafti sem stafar ekki síst af því að fólk finnur að hún er heiðarleg og ber hag annarra fyrir brjósti. Anna Laufey hefur starfað sem fasteignasali frá 2017 við góðan orðstýr og ánægju sinna skjólstæðinga. Anna Laufey selur á höfuðborgarsvæðinu en vinnur einnig mikið á Suðurlandi og hefur selt töluvert af eignum í Hveragerði og Selfossi sem og sumarhús. Hún er okkar sérfræðingur á Suðurlandi.
Anna Laufey Sigurðardóttir sá um söluna á íbúð minni í Baugakór í Kópavogi og var ég mjög ánægð með alla þá þjónustu sem að hún veitti. Öll hennar vinna var mjög fagmannleg og sá hún um að allt gengi snuðrulaust. Anna er mjög vel að sér í sínu fagi og mæli ég hiklaust með henni til allra sem eru í fasteignahugleiðingum Guðlaug Þórs Ingvadóttir
1 Anna Laufey Sigurðardóttir tók að sér að selja parhús Hrafns í Garði og gerði það með miklum ágætum, fagmennsku og sanngirni. Þá seldi hún hæð og bílsķur Ásdísar í Kópavogi með sama hætti, fumlaust, af fagmennsku og heiðarleika. Í ofanálag seldi hún þeim Ásdísi og Hrafni fallegt einbýlishús í Hveragerði þar sem þau una vel sínum hag, fullkomlega sátt við sölu og kaup. Anna Laufey er heiðarleg í öllum samskiptum, er bæði vandvirk og sanngjörn. Ásdís Birna Stefánsdóttir og Hrafn Andrés Harðarson
Anna Laufey sá um söluna á fasteign minni í Hveragerði árið 2022. Ég áttaði mig strax á að þarna var komin manneskja sem var ekki bara í vinnunni, heldur alveg með hjartað í því verkefni að koma eigninni í nýjar hendur með þeim hætti að öll hlutaðeigandi gætu vel við unað. Hún hjálpaði til við undirbúninginn áður en fasteignaljósmyndarinn mætti á svæðið og var einstaklega röggsöm og hugmyndarík þegar kom að því að gera rýmin aðlaðandi á mynd. Öll samskipti við Önnu Laufey voru góð og gefandi og það fór ekki milli mála að hún vissi vel hvað hún var að gera og að sitúasjónin eins og hún lagði sig var í góðum höndum.