fimmtudagur 03.07.2025

Tapar þú réttindum við barneignir?

Una Margrét Lyngdal vann BS ritgerð sína í hagfræði í samvinnu við Fjármála-og Efnahagsráðuneytið. Ritgerðin fjallaði um áhrif barneigna á tekjur foreldra á Íslandi og er þetta fyrsta rannsóknin sem er gerð á Íslandi.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna mikil og varanleg áhrif þess að verða foreldri á tekjur kvenna en ekki mældist sjáanlegur munur á tekjum karla. 10 árum eftir barnseign þá var ennþá 25% munur á tekjum mæðra hjá börnum sem eru fædd á síðustu árum en allt að 34,5% hjá mæðrum barna sem fæddust fyrr.

Einn stærsti þátturinn var skortur á dagvist. Þetta sýnir mikilvægi þess að pör taki samtalið um hvernig á að standa að barna umönnum eftir barnsburð, ég mæli eindregið með að gera það áður en barnið er getið. Ættu pör jafnvel að gera barna umönnunarsamning, þetta snýst ekki bara um peninga líka hver ætlar að sjá um hvaða vinnu. Á sá sem er heima að sjá líka um næturvaktina, heimilið og vera í raun ólaunaður og réttindalaus starfsmaður á meðan hinn aðilinn byggir upp sinn frama í ró og næði.

Þetta eru ekki bara tapaðar rauntekjur. Þetta eru einnig tapaðar lífeyrisgreiðslur, séreignargreiðslur og minnkuð hlunnindi sem fást með lengri samfelldum starfsaldri s.s aukin sumarfrísréttur og jafnvel veikindaréttur. Það er mikilvægt að vera upplýstur um sín réttindi og hvaða réttindi geta tapast við barneignir og taka umræðuna hvort það sé sanngjarnt að annar aðilinn taki á sig meira tekju-og hlunnindatap en hinn við að eignast barn.

Margir vakna upp við vondan drauma áratugum síðar þegar fólk er jafnvel að skilja og átta sig á því að makinn á jafnvel tugum milljóna meira í lífeyrissréttindum og mun því eiga mun betri eftirlaun. Það má semja um allt og ef annar aðilinn fær mun betri eftirlaunagreiðslur væri þá kannski sanngjarnt að hinn fengi meira af öðrum eignum?

Hver sem niðurstaðan er þá er mikilvægt að taka samtalið og byrgja brunninn áður en barnið kemur undir.

Ertu með spurningar varðandi fasteignamarkaðinn sendu mér línu á asdis@husaskjol.is eða skilaboð á samfélagsmiðlunum.


Ásdís Ósk Valsdóttir
Löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls

asdis@husaskjol.is - Sími: 863 0402



Aðrar færslur