Tryggvagata 13 - 175.000.000 kr - 119,0 ferm. - 2 svefnherbergi

- 101 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

Pantaðu einkasýningu hjá Böðvari Reynissyni í síma 766-8484 eða bodvar@husaskjol.is 

Virkilega stílhrein og falleg 119m², 4ra herbergja þakíbúð á 6. hæð, auk sérbílastæðis í bílakjallara, í einstaklega vönduðu lyftuhúsi sem byggt var 2017. Tvennar stórar þaksvalir í norður og suður og stórbrotið útsýni norður yfir haf og fjöll, Snæfellsjökul, höfnina og Hörpu og suður yfir borgina. Gólfsíðir gluggar bæði í norður og suður gera íbúðina ákaflega bjarta og fær útsýnið að njóta sín til fullnustu. Frábær staðsetning með allt sem miðbærinn hefur upp á að bjóða í göngufjarlægð. Lyklalaust aðgengi er að íbúðinni, inngöngum hússins og í öll rými sameignar. Hágæða gólfefni er á íbúðinni, innréttingar frá HTH, hiti í öllum gólfum, ABB free@home myndavéla- dyrasíma og ljósastýringu. Innfeld lýsing í loftum. Laufen hreinlætistæki, blöndunartæki frá Kludi og vönduð eldhústæki frá AEG. Uppþvottvél og ísskápur fylgir íbúðinni. Mikið er lagt upp úr hljóðeinangrun bæði gagnvart utanaðkomandi hljóðum og milli íbúða/sameignar. Stigahús og gangar er lagðir með hljóðdempandi undirlagi og teppi og aðeins ein önnur íbúð er á hæðinni í stigaganginum. 

Skipting eignar: Upplýsingar úr þjóðskrá og þinglýstum gögnum. 
Birt stærð séreignar er samtals 119m² skv. þjóðskrá íslands þar af
 Íbúð 112m² og sérgeymsla í kjallara 7m².
Íbúð á 6. hæð: merkt 0603 - 112m² - Forstofuhol, samliggjandi eldhús/stofa/borðstofa, 2x svefnherbergi, fataherbergi, 2x baðherbergi og þvottahús.
Tvennar þaksvalir: Norðursvalir merktar 0610, 17,5m² og suðursvalir merktar 0613, 18,3m². (Svalir eru ekki inni í fermetratölu eignar)
Sérgeymsla í kjallara, rými 0026 - 7m²
Sérstæði í lokuðum bílakjallara merkt B02 sjá viðauka við eignaskiptayfirlýsingu. 
Hjólageymsla í sameign.   

Íbúð á 6. hæð. (Sjá stærðir hvers rýmis fyrir sig á teikningu í myndum).
Forstofuhol: Með parketi og rúmgóðum fataskáp. Rýmið er opið yfir í alrými (stofu/borðstofu/eldhús)  
Svefnherbergi: Á vinstri hönd frá forstofuholi er bjart og gott svefnherbergi með parketi á gólfi og gengt út á rúmgóðar suðursvalir. Svalahurðin er með gólfsíðu gleri. 
Baðherbergi er á milli forstofuhols og herbergis. Rýmið er flísalagt með vegghengdu salerni, innréttingu með handlaug og flísalagðri sturtu. 
Alrými: Rýmið sem samanstendur af borðstofu, eldhúsi og stofu, er opið og bjart, með gólfsíðum gluggum í norður og suður með stórbrotnu útsýni og gengt er út á stórar svalir sitthvoru megin. Parket er á gólfi. Gert er ráð fyrir borðstofunni sunnan megin og stofunni norðanmegin í rýminu, en hægt er að nýta rýmið á hvorn háttinn sem er. 
Eldhúsið er fyrir miðju rýmisins með fallegri hvítri innréttingu frá HTH með steinborðplötu, innfelldum ofni og spanhellu, innbyggðri uppþvottavél og ísskáp sem fylgja kaupunum. Háfur yfir helluborði. Öll tæki eru frá AEG.
Hjónaherbergið liggur út frá stofu í norðurhluta íbúðarinnar. Gólfsíðir gluggar eru í herberginu með stórbrotnu útsýni til norðurs. 
Fataherbergi er inn af hjónaherberginu með góðum fatahirslum og parketi á gófli. 
Baðherbergi er inn af hjónaherberginu. Rýmið er flísalagt í hólf og gólf, með rúmgóðri innréttingu með handlaug, baðkari, sturtu, handklæðaofni og vegghengdu salerni.  
Þvottahús er fyrir íbúðinni miðri, andspænis eldhúsi, með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Vinnuborð og vaskur er í rýminu og flísar á gólfi. 

Geymsla: Sérgeymsla er í kjallara. 
Sameign: Andyrið er mjög rúmgott og fallegt með marmara á gólfum og góðri lofthæð. Sjónsteypuveggir með kristöllum auk tveggja stórra speglalistaverka eftir Leif Breiðfjörð prýða andyrrið. Aðalinngangur er að sunnanverðu (Tryggvagötumegin) frá Borgartorgi en einnig er inngangur Geirsgötumegin en þeim megin á jarðhæðinni er skammtíma hjóla og vagnageymsla. Gengt er úr anddyri yfir í sitthvora íbúðaálmuna með lyftum og stigagöngum. 
Í kjallara er sameiginleg hjóla og vagnageymsla

Samræmingarhönnuður, Hildigunnur Haraldsdóttir arkitekt, Hús og skipulag.
Burðarþol og lagnir, Benedikt Skarphéðinsson Verkfræðistofa Þráinn og Benedikt,
Rafmagn og lýsing, Helgi Eiríksson, Lúmex.


Húsið hefur getið sér gott orð fyrir gæði, hljóðeinangrun og gott samspil útlits og notagildis. 
Á jarðhæð hússins er sushi veitingastaður og huggulegt kaffihús/veitingastaður.

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer,  sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​ 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald.  Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

Fylgdu Húsaskjóli á TikTok

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer,  sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​ 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald.  Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

119,0 m2 2 svefnherbergi 2 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund Ekki skráð
Verð 175.000.000 kr
Áhvílandi Ekki skráð
Fasteignamat 98.400.000 kr
Brunabótamat 83.430.000 kr
Stærð 119,0 fermetrar
Herbergi Ekki skráð
Svefnherbergi 2
Baðherbergi 2
Byggingarár 2017
Lyfta
Bílskúr nei
Bílskýli nei
Garður nei
Greiðslubyrði* Ekki skráð
Útborgun** Ekki skráð
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)