Skógarás 17 - 87.900.000 kr - 146,1 ferm. - 4 svefnherbergi

- 110 Reykjavík

Lýsing eignar

HÚSASKJÓL KYNNIR:

Húsaskjól og Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Fallega og vel skipulagða 146,1 fm, 6 herbergja íbúð, með fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum, þar af er 8,4 fm sér geymsla í sameign. Íbúðin er á annarri hæð frá götu, á tveimur hæðum, þar sem fermetrarnir nýtast afar vel.
Umfangsmiklu viðhaldi á húsinu utandyra lauk 2021, múrviðgerð, málun og nýtt þakjárn og þakkantur.
Fasteignamat 2024 verður 81.850.000,-

SMELLTU HÉR TIL AÐ SÆKJA UPPLÝSINGABÆKLING UM EIGNINA  


Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 698 9470, netfang: johanna@husaskjol.is 

Nánari lýsing á eign:
Neðri hæðin:

Komið inn í miðrými, flísar á gólfi og rúmgóður fataskápur. Þaðan er opið inn í stofu, með útgengi á góðar svalir.
Eldhúsið er U laga með hvítri innréttingu með beyki köntum og borðkrók, innaf borðkrók er lítið búr, undir stiganum upp á efri hæðina.
Baðherbergið er nýlega endurnýjað, flísalagt í hólf og gólf, upphengt wc, handklæðaofn, vaskur í lítilli innréttingu og sturtu, tengt fyrir þvottavél.
Hjónaherbergið er með innbyggðum fataskáp og lausum skáp sem fylgir, fallegu útsýni í austur, Rauðavatn til Bláfjalla.
Barnaherbergið er við hlið hjónaherbergis.
Gólfefni á neðri hæðinni er parket, nema við inngang þar eru flísar sem og á baðherbergi.

Efri hæðin: 
Komið er upp sterkbyggðan stiga í miðrými, þar er m.a rúmgott og bjart.sjónvarpshol með innbyggðum eikarhillum, gólfefnið er parket. Þaðan er gengið inn í önnur rými hæðarinnar. Tvö herbergi eru á efri hæðinn, ágætlega rúmgóð, undir súð, gólfefni er parket.  Lítið baðherbergi er á hæðinni með flísum á gólfi, wc á gólfi, vask í borði ofan á litlum skáp og frístandandi nýjum sturtuklefa.  Allt endurnýjað 2023. Þakgluggar eru endurnýjaðir, sem og hluti ofna á hæðinni.Mjög rúmgóð geymslurými er undir súð.

Í sameign er sameiginleg hjóla og vagnageymsla.

Hér er um að ræða fallega og vel skipulagða íbúð, sem tekur vel utan um mann í friðsælu og vinsælu barnvænu hverfi efst í Selás/ Árbæ, þar sem stutt er í leikskóla, grunnskóla og gönguleiðir við Rauðavatn.

Allar nánari upplýsingar og bókun skoðunar veitir Jóhanna Gustavsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 698 9470, netfang: johanna@husaskjol.is

 

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls


Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer,  sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​ 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald.  Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

Fylgdu Húsaskjóli á TikTok

Húsaskjól fasteignasala - af því að þín fasteign skiptir máli

Ertu í söluhugleiðingum? Smelltu hér til að fá frítt verðmat
Ertu að leita að sambærilegri íbúð? Smelltu hér til að skrá þig á kaupóskalistann okkar

Fylgdu okkur á Instagram
Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um Skoðaðu hvað okkar viðskiptavinir hafa um okkur að segja
Hvað er í gangi á fasteignamarkaðnum? Skráðu þig á Fréttaskot Húsaskjóls

Húsaskjól advices potential buyers who do not speak or read icelandic to have a translator present when they view and sign an offer,  sales agreement and other documents relating to the purchase of the property.​ 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Húsaskjól fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.   

 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - fast gjald.  Sjá vefsíðu viðkomandi lánastofnanna
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

146,1 m2 4 svefnherbergi 2 baðherbergi Bílskúr: nei

Eigindi eignar

Tegund Ekki skráð
Verð 87.900.000 kr
Áhvílandi Ekki skráð
Fasteignamat 9.600.000 kr
Brunabótamat 0 kr
Stærð 146,1 fermetrar
Herbergi Ekki skráð
Svefnherbergi 4
Baðherbergi 2
Byggingarár 1986
Lyfta nei
Bílskúr nei
Bílskýli nei
Garður nei
Greiðslubyrði* Ekki skráð
Útborgun** Ekki skráð
Skráð Ekki skráð

* M.v. 80% verðtryggt lán til 35 ára (ath aðeins til viðmiðunar)
** Lágmarks útborgun m.v. að 80% lán sé tekið (ath aðeins til viðmiðunar)