Á hverju einasta ári fáum við þessa spurningu. Er fasteignamarkaðurinn ekki steindauður á aðventunni? Og á hverju einasta ári svörum við síður en svo. Ég veit að það er oft erfitt að trúa því en mín áratuga reynsla í bransanum segir einfaldlega annað.
Það eru sannarlega færri kaupendur á ferðinni en þeir eru ákveðnari. Þeir eru oft búnir að selja og þurfa að finna sér annað húsnæði og hafa oft færri eignir til að velja um, þannig að þín eign er með minni samkeppni. Því ef þú hugsar það, hver nennir að eyða aðventunni í að skoða fasteignir ef þú ert ekki ákveðinn að kaupa.
Einnig koma Íslendingar sem búa erlendis oft heim í jólafrí og margir nota tímann til að kaupa fasteignir. Að lokum þurfa margir að klára að fjárfesta á þessu skatta ári. Margir seljendur hugsa, ég nenni ekki að setja á sölu núna. Það er brjálað að gera hjá mér, ég er að stússast með krökkunum, kaupa jólagjafirnar, bakasmákökurnar,skreyta og fara á jólatónleika. Það er einfaldlega of mikið að gera hjá mér. Ég ætla að bíða fram í janúar.
Það sem gerist hins vegar í janúar er að þá koma allar þessar eignir sem biðu fram yfir áramót í sölu. Þín eign er þá að keppa við miklu fleiri eignir. Sagan endurtekur sig alltaf.
Þannig að ef þú ert í söluhugleiðingum þá mælum við með því að skella henni á sölu núna. Okkar ráðlegging er líka að undirbúa eignina áður en jólin yfirtaka heimilið. Það er betra að taka myndir áður en jólaljósin eru sett upp og húsið skreytt.
Ertu með spurningar varðandi fasteignamarkaðinn sendu mér línu á asdis@husaskjol.is eða skilaboð á samfélagsmiðlunum.
asdis@husaskjol.is – 863 0402