fimmtudagur 11.12.2025

Er í lagi að skrá fasteign á aðeins einn aðila þegar tveir kaupa saman?

Tæknilega séð þá má það... en það er oftast ekki góð hugmynd. Ástæðan er sú að sá sem er skráður fyrir fasteigninni er lagalega séð eini eigandinn jafnvel þó báðir aðilar borgi af lánum og reikningum. Ef sambandið slitnar til dæmis vegna rifrilda eða annar aðilinn deyr, getur hinn misst allt sitt.

Sá sem er skráður getur selt eða endurfjármagnað húsið án þess að hinn fái neitt um það að segja. Þannig að sá sem er ekki skráður. Engin réttindi, engin vernd og engir skattalegir ávinningar.

Þannig að ef þið kaupið saman:

Skráið bæði nöfnin!

Eða gerið a.m.k. skriflegan samning um eignarhlutföll og réttindi. Þetta snýst ekki bara um traust, heldur að vernda ykkar framtíð.


Steingrímur Þór Ágústsson
Löggiltur fasteignasali og hagfræðingur

steingrimur@husaskjol.is - Sími: 869 2831



Aðrar færslur