Þessi regla er oft misskilin. Samkvæmt tekjuskattslögunum (17.gr.) er almenna reglan sú að ef þú selur íbúð sem þú hefur átt í amk tvö ár er hagnaðurinn skattfrjáls
En! Það þýðir ekki endilega að þú þurfir að búa þar í tvö ár til að sleppa skattinum.
Ef þú kaupir annað íbúðarhúsnæði eða byggir nýtt innan tiltekins tíma, þá geturðu fengið sama skattfrelsi, jafnvel þó þú hafir búið styttra í íbúðinni. Þú þarft ekki að vera fastur eða föst í íbúð sem þú ert ekki sáttur við!
Ef þú ert að hugsa um að selja og flytja, mæli ég með að skoða reglurnar vel eða hafa samband við fasteignasala.
Ertu með spurningar varðandi fasteignamarkaðinn sendu mér línu á steingrimur@husaskjol.is eða skilaboð á samfélagsmiðlunum.
steingrimur@husaskjol.is - Sími: 869 2831