fimmtudagur 21.08.2025

Hverjir eru kostir og gallar hlutdeildarlána?

Hlutdeildarlán eru allt að 20% lán sem eru veitt ofan á 75% lán frá annarri lánastofnun. Í heildina er þá hægt að taka allt að 95% lán og kaupa eign með aðeins 5% útborgun. Það þýðir að til að kaupa 50 milljón króna eign þarf 2 og hálfa milljón í útborgun.

Það eru skilyrði fyrir hlutdeildarlánum að þú sért að kaupa fyrstu eign eða hefur ekki átt íbúð síðustu 5 árin.

Annað skilyrði er að lánin eru eingöngu fyrir kaup á nýbyggingum eða sérstaklega samþykktum íbúðum af HMS.

Það eru engar mánaðarlegar greiðslur né vextir af hlutdeildarláninu heldur er lánið greitt að fullu til baka eftir 10–25 ár eða þegar þú selur íbúðina.

Það sem þarf hinsvegar að hafa í huga áður en tekið er hlutdeildarlán er í fyrsta lagi að það er almennt ekki leyfilegt að leigja út íbúð sem er keypt með hlutdeildarláni og í öðru lagi, ef þú vilt borga inn á hlutdeildarlán þarf greiðslan vera að minnsta kosti 5% af verði eignarinnar þann dag. Þá þarf að fá nýtt verðmat hjá fasteignasala og HMS endurreiknar lánið miðað við það.

Ég mæli með að skoða island.is og síðu HMS fyrir nánari upplýsingar um hlutdeildarlánin.

Ertu með spurningar varðandi fasteignamarkaðinn sendu mér línu á steingrimur@husaskjol.is eða skilaboð á samfélagsmiðlunum.


Steingrímur Þór Ágústsson
Löggiltur fasteignasali og hagfræðingur

steingrimur@husaskjol.is - Sími: 869 2831



Aðrar færslur