fimmtudagur 22.02.2024

Er markaðurinn að lifna við?

Greiningarskýrsla Húsaskjóls kom út á dögunum og þar er margt fróðlegt að finna eins og endranær. 

Síðustu vikur hafa verið ýmis teikn á lofti að markaðurinn sé að lifna við. Eignir eru farnar að seljast á styttri tíma, það eru að koma fleiri tilboð í hverja eign og við sjáum mun fleiri yfirboð en fyrir nokkrum vikum síðan.

Verðbólgan hefur farið lækkandi sem gefur vonir um að vextir fari að lækka með vorinu. Ef vextir lækka þá má búast við því að fasteignaverð hækki aftur og því vilja margir vera búnir að klára sín fasteignaviðskipti áður en það gerist. Stór kaupendahópur kemur núna frá Grindavík og óvíst hvaða áhrif það kemur til með að hafa á markaðinn. 

Við ráðleggjum því öllum sem eru í fasteignahugleiðingum að fara að skoða sín mál. Það er lykilatriði að vera komin með greiðslumat og ef þú átt eftir að selja þá margborgar það sig að vera búin að skrá eignina í forsölumeðferð hjá löggiltum fasteignasala því seljendur velja yfirleitt öruggasta kostinn og því færri fyrirvara sem þú þarft að gera því meiri líkur er á því að þú getir tryggt þér draumaeignina og ef þú þarft að gera tilboð með fyrirvara um sölu þá getur þú sparað þér allt að 7 daga af 30 með því að vera tilbúin með eignina þína í sölu. Mín ráðlegging er þó ennþá að selja fyrst og kaupa svo.

Jafnvel þó að þú ætlir ekki af stað fyrr en eftir 6-12 mánuði er gott að byrja snemma að undirbúa ferlið, mæta í opin hús, máta sig inn í mismunandi hús og jafnvel hverfi og fara að huga að því hvað þarf að gera heimavið. Þarf að fara í smáviðhald eða jafnvel bara létta á eigninni. Ef þú ert að minnka við þig, er eitthvað dót sem þarf að losa sig við. Það er staðreynd að vel undirbúin eign selst almennt hraðar og á hærra verði. 

Til að sjá hvað sambærilegar eignir hafa verið að seljast á mæli ég með að kíkja á www.verdsaga.is þar er hægt að skoða alla þinglýsta kaupsamninga frá 2006.

Ertu með spurningar varðandi fasteignamarkaðinn sendu mér línu á asdis@husaskjol.is eða skilaboð á samfélagsmiðlunum.


Ásdís Ósk Valsdóttir
Löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls

asdis@husaskjol.is - Sími: 863 0402



Aðrar færslur