fimmtudagur 02.02.2023

Er eitthvað mál að verðleggja fasteignir?

Ég setti inn video hérna  um daginn þar sem ég fór yfir ferlið við að gera nákvæmt verðmat. Það er ansi mikil vinna að gera nákvæmt verðmat og erfitt að skjóta á rétt verð á fasteign. Það voru nú ekki allir sammála mér. Einn notandi kommentaði að eina sem ég þyrfti væri fermetrafjöldi og svo myndi ég bara reikna þetta út eins og aðrir fasteignasalar. Fermetrafjöldi seldur í hverfinu síðasta mánuð deilt í heildarupphæð borguð fyrir allar seldar fasteignir í hverfinu seinasta mánuðinn.

Þetta hljómar voðalega þægilega, bara eitt ríkisfermetraverð í hverju hverfi. 

Ykkur að segja þá er ég sannfærð að það sé enginn fasteignasali sem notar þessa formúli. 

Tökum dæmi, hvað er þá fermetraverðið í 101 Reykjavík. Skiptir eignin kannski engu máli? Erum við að setja sama fermetraverð á ósamþykkta upprunalega kjallaraíbúð og nýja lúxusíbúð við höfnina?

Þú getur verið með jafnstórar íbúðir í sama húsi en það getur munað jafnvel tugum milljóna á þeim. Önnur íbúðin er á efstu hæð í lyftuhúsi, henni fylgja 2 stæði í bílskýli. Íbúðin var öll endurnýjuð á mjög vandaðan hátt fyrir 2 árum og henni fylgja 50 fm þaksvalir með potti og óhindruðu útsýni. Hin íbúðin er á í kjallara, hún hefur ekki fengið viðhald síðustu 30 árin og kominn tími á að endurnýja bæði innréttingar og lagnir. Hún er hvorki með svalir né aðgengi í garð. 

Staðsetning íbúða skiptir máli, skipulag eigna skiptir máli, viðhald íbúða skiptir mál og hversu mikil eftirspurn er eftir íbúðunum. Meira að segja innbú íbúða geta hækkað verðið. 

Ef þú vilt vita hvað eignir hafa verið að seljast á, kíktu þá á nýjasta kerfið okkar www.verdsaga.is þar sérðu söluverð allra fasteigna síðan 2006.

Ertu með spurningar varðandi fasteignamarkaðinn sendu mér línu á asdis@husaskjol.is eða skilaboð á samfélagsmiðlunum.


Ásdís Ósk Valsdóttir
Löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls

asdis@husaskjol.is- Sími: 863 0402



Aðrar færslur