fimmtudagur 07.08.2025

Á seljandi alltaf að greiða allar framkvæmdir?

Oft eru framkvæmdir í gangi eða fyrirhugaðar í eignum sem er að selja. Meginreglan er að seljandi greiðir samþykktar framkvæmdir og kaupandi greiðir væntanlegar framkvæmdir sem eiga sér stað eftir að eignin hefur verið afhent. 

Þetta er samt ekki alltaf einfalt að skipta þessu þar sem stundum er búið að ákveða að fara í stórar framkvæmdir og skipta þeim upp næstu 5 árin, t.d. skipta um glugga eitt árið, brjóta niður svalir næsta ár og svo framvegis. Þá er ekki eðlilegt að seljandinn greiði allar framkvæmdir næstu 5 árin þar sem kaupandinn fær t.d. allahagnaðaraukninguna sem verður af þessum framkvæmdum.

Í þessum tilfellum væri eðlilegt að seljandinn greiði þær framkvæmdir sem eru hafnar og kaupandinn taki svo við þeim framkvæmdum sem verða eftir að hann eignast íbúðina. Það er gífurlega mikilvægt að hafakostnaðarskiptin mjög skýr þar sem oft breytast framkvæmdir og bætt er við núverandi framkvæmdir. Það er t.d. hægt að segja seljandi greiðir framkvæmdir samkvæmt áætlun, komi til aukaverka eða aukakostnaðarfellur hann á kaupanda.

Kaupandi þarf alltaf að hafa í huga að öllum fasteignum fylgir viðhald og það er kostur frekar en hitt að búið sé aðástandsskoða húsið og gera verkáætlun frekar en að ekkert sé vitað um ástand hússins og fá svo í hausinn margar milljónir árið eftir afhendingu. Það á aldrei að gera tilboð nema yfirlýsing húsfélags liggi fyrir þar sem þar á að koma fram allt um væntanlegar og yfirstandandi framkvæmdir. Ef hún liggur ekki fyrir þá er hægt að gera tilboð með fyrirvara um að fá hana afhenta. Kaupandi getur svo gert tilboð í samræmi við ástandhússins og íbúðar og þannig tekið væntanlegt viðhald inn í kaupverðið


Aðrar færslur