Það er margt að skoða í opnum húsum og sölusýningum sem sést ekki vel á myndum.
· Eins og til dæmis stærð herbergja, umhverfishljóð og aðkoma að húsi.
· Í fjölbýlum er gott að kynna sér stöðu í hússjóði, hvað er mikið í framkvæmdarsjóði, hvort það eru einhverjar framkvæmdir á döfinni og hver á að dekka þann kostnað.
· Síðan er mikilvægt að hafa í huga aldur eignarinnar, sérstaklega þar sem eru ekki starfandi húsfélög t.d. í flestum tvíbýlum og þríbýlum.
· Af því að í eldri eignum getur til dæmis verið kominn tími á þakið, lagnir, rafmagn og glugga ásamt öðru almennu viðhaldi.
· Skoðunarábyrgð kaupenda er mikil og þess vegna er gott að tala við fasteignasala um öll vafaatriði. Það er í lagi að tala við þann sem sér um söluna af því að á Íslandi vinna fasteignasalar bæði fyrir kaupendur og seljendur.
Ég vona að þetta hjálpi þér með leitina.
Ef þú ert með spurningar varðandi fasteignamarkaðinn, sendu mér línu á steingrimur@husaskjol.is eða skilaboð á samfélagsmiðlunum.
steingrimur@husaskjol.is - Sími: 869 2831