fimmtudagur 31.07.2025

Hvernig er staðan á fasteignamarkaði í dag?

Þetta er ein algengasta spurningin sem ég fæ og oft eru skoðanir fasteignasala ekki alveg þær sömu en í stuttu máli þá á er að myndast stöðugleiki eftir miklar sveiflur á fasteignamarkaði.

Ef við skoðum aðeins söguna, þá voru fasteignir fyrir þremur árum að hækka um 10-20% árlega, það 5-10 milljón króna hækkun á 50 milljón króna eign.

Til að bregðast við verðbólgu hækkar Seðlabankinn stýrivexti og setur kvöð á fasteignalán, en nú má ekki lengur taka lán með greiðslubirgði yfir 35% af launum (eða 40% fyrir fyrstu kaupendur).

Það er segja, afborgun af húsnæðisláninu má ekki vera meiri en 35% af því sem þú færð útborgað. Þetta dró verulega úr hækkun á fasteignaverði og eignir urðu lengur að seljast, þá sérstaklega eignir sem voru hátt verðlagðar þar sem erfiðara er fyrir fólk að taka lán.

Staðan í dag er sú að stýrivextir hafa farið lækkandi og markaðurinn er að taka við sér aftur eftir frekar erfitt tímabil.

Ertu með spurningar varðandi fasteignamarkaðinn sendu mér línu á steingrimur@husaskjol.is eða skilaboð á samfélagsmiðlunum.


Steingrímur Þór Ágústsson
Löggiltur fasteignasali og hagfræðingur

steingrimur@husaskjol.is - Sími: 869 2831



Aðrar færslur