fimmtudagur 16.10.2025

Hvernig virka óverðtryggð lán?

Óverðtryggð lán eru á vissan hátt einfaldari heldur en verðtryggð lán þar sem þau fylgja ekki vísitölu og höfuðstóllinn hækkar ekki með verðbólgu. Það sem þarf hinsvegar að hafa í huga með óverðtryggð lán eru helst tvö atriði:

1 - Vextirnir eru yfirleitt hærri heldur en á verðtryggðum lánum og það getur munað nokkrum prósentum.

2 - Mánaðarlegar afborganir eru hærri í byrjun og erfiðara að standast greiðslumat fyrir lántökunni. Sérstaklega núna þegar greiðslubyrðin má ekki vera meiri heldur en 35% af útborguðum launum.

Margir kjósa að taka óverðtryggt lán fram yfir verðtryggt til þess að hafa betri tilfinningu fyrir eftirstöðum lánsins og vilja ekki sjá höfuðstólinn sinn hækka.

Þeir sem hafa svigrúm til þess að standast hærri greiðslubyrði strax geta gert það en þar sem greiðslubyrði getur munað tugum þúsunda á óverðtryggðum og verðtryggðum lánum er gott að vera búinn að fara í útreikninga á þeim snemma ef þú vilt taka óverðtryggt lán.


Steingrímur Þór Ágústsson
Löggiltur fasteignasali og hagfræðingur

steingrimur@husaskjol.is - Sími: 869 2831



Aðrar færslur