Verðtryggð lán eru lán þar sem höfuðstóllinn, upphæðin á láninu, hækkar með verðbólgu.
Ef við segjum til dæmis að vísitala neysluverðs sé 4% þá hækkar höfuðstóllinn á 10 milljóna króna láni um 400 þúsund á ári.
En það eru líka kostir við verðtryggð lán. Verðtryggð lán bera yfirleitt lægri vexti en óverðtryggð lán og afborganirnar eru lægri í byrjun.
Það er því auðveldara að taka verðtryggt lán heldur en óverðtryggð, sérstaklega núna þegar greiðslubyrgði lána má ekki vera meiri en 35% af útborguðum launum.
Ef verðbólgan helst stöðug og nálægt verðbólgumarkmiði Seðlabankans, sem er 2,5%, geta verðtryggð lán hentað vel og sérstaklega ef hægt er að leggja aukalega inn á lánið til að koma í veg fyrir eða draga úr hækkun höfuðstólsins.
En ef verðbólgan verður há getur orðið dýrt að vera með verðtyggt lán og þess vegna er mikilvægt að skilja hvernig verðtryggingin virkar áður en þú skrifar undir.
steingrimur@husaskjol.is - Sími: 869 2831