fimmtudagur 26.06.2025

Hversu mikið eigið fé þarf ég til að kaupa mína fyrstu eign?

Ef þú ert að velta þessu fyrir þér ertu svo sannarlega ekki ein/n - þetta er algengasta spurningin sem ég fæ.

Hér kemur svar sem þú getur notað strax þegar þú byrjar leitina að draumaíbúðinni.

Eigið fé - "innborgun"

Lánastofnanir geta lánað fyrstu kaupendum allt að 85% og almennir kaupendur fá allt að 80% lán.

Dæmi: Íbúð á 50 m.kr.

Almennur kaupandi: Fær lánað 40 m.kr. þarf 10 m.kr. í eigið fé

Fyrsti kaupandi: Fær lánað 42,5 m.kr. þarf 7,5 m.kr. í eigið fé

Greiðslugeta - hvað má greiðslubyrgðin vera?

Seðlabankareglurnar segja að mánaðarleg greiðslubyrgði megi ekki fara yfir:

35% af ráðstöfunartekjum þínum

40% ef þú ert fyrsti kaupandi

Dæmi: Þú færð 500.000 kr útborgað mánarlega

- Almenn mörk: Greiðslubyrgði allt að 175.000 kr

- Fyrsti kaupandi: Greiðslubyrgði allt að 200.000 kr

Tólin sem gera heimavinnuna auðfeldari

Bráðabirgðagreiðslumat - sérðu strax hvort þú standist reglurnar

https://island.is/bradabirgdagreidslumat

Lánasamanburður - finnur bestu kjörin frá öllum lánveitendum

https://aurbjorg.is/samanburdur/husnaedislan

Næstu skref

1. Reiknaðu út eigið fé sem þú átt (eða getur safnað)

2. Smelltu á bráðabirgðagreiðslumat og athugaðu hámarksgreiðslubirgði

3. Berðu saman lán - vaxtakjör geta munað hundruðum þúsunda á lánstímanum!

4. Byrjaðu að skoða eignir sem standast bæði innborgun og greiðslugetu

Deildu þessu með vinum sem eru í fasteignahugleiðingum - það getur sparað þeim bæði tíma og pening.

Spurningar? Sendu mér tölvupóst á steingrimur@husaskjol.is eða hringdu í 869-2831


Steingrímur Þór Ágústsson
Hagfræðingur og löggiltur fasteignasali

steingrimur@husaskjol.is - Sími: 8692831



Aðrar færslur