fimmtudagur 12.10.2023

Hækkar húsið mitt um áramótin?

Fasteignamat húsnæðis hækkar gífurlega um næstu áramót, eða þann 31.12.23 og margir eru því hikandi hvort að þeir eigi að bíða með að selja þar til eftir áramót og fá þannig hærra verð.

Það sem er mikilvægt að hafa í huga er að fasteignamat húsnæðis endurspeglar ekki söluverðmæti fasteignar heldur er það skattstofn. Það er sérstaklega mikilvægt núna þegar vísitala fasteignaverðs hefur að mestu staðið í stað í heilt ár. 

Fasteignamat er reiknað út í febrúar eða næstum því heilu ári áður en það tekur gildi. Það er því í raun og veru verið að miða við hvernig markaðurinn var fyrir ári síðan. Það getur heil margt gerst á einu ári. 

Ef þú ert í söluhugleiðingum þá get ég lofað þér því að söluverð hússins er ekki að fara að breytast stórkostlega um áramótin. Það er því algjör óþarfi að bíða í nokkra mánuði með að setja eignina á sölu.

Það eina sem við vitum er dagurinn í dag. 

Við vitum að það er fín sala í dag sérstaklega á rétt verðlögðum eignum. Það er betra að selja fyrst og kaupa svo þar sem þú getur gert mun betri kaup ef þú ert ekki með fyrirvara um sölu á þinni eign og það er jafnt og stöðugt framboð á eignum.

Við vitum líka að besti tíminn til að kaupa og selja er þegar þú ert ekki kominn í aðkallandi þörf. 

Ertu með spurningar varðandi fasteignamarkaðinn sendu mér línu á asdis@husaskjol.is eða skilaboð á samfélagsmiðlunum.


Ásdís Ósk Valsdóttir
Löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls

asdis@husaskjol.is- Sími: 863 0402



Aðrar færslur