fimmtudagur 24.04.2025

Skiptir seðlabankareglan minna máli með lækkandi stýrivöxtum?

Stutta svarið er já þar sem lægri stýrivextir þýða lægri vextir á nýja íbúðarláninu og því lægri sem vextir íbúðalána verða því hærra lán getur þú tekið þar sem afborganir verða lægri, því lægri sem vextirnir verða.

Það er því mikilvægt að vera vakandi fyrir stýrivaxtalækkunum og vera dugleg að reikna hvað þú getur tekið hátt lán þar sem mín 22 ára reynsla segir einfaldlega því lægri sem vextir á íbúðalánum verða því fleiri kaupendur koma inn á markaðinn og þá aukast líkurnar á því að fleiri kaupendur séu að bítast um sömu eignina og yfirboðum fjölgar því. Það sem ég myndi ráðleggja öllum að gera sem eru í fasteignahugleiðingum er að skoða hvort þeir geti farið fyrr inn á markaðinn. Þó að vextir séu hlutfallslega háir ennþá þá er auðvelt að endurfjármagna og ef þú ætlar að bíða eftir því að vextirnir lækki þá ertu líka að bíða eftir því að fleiri keppist um sömu eignina. Allt í einu ertu farin að yfirbjóða draumaeignina um 2-4 milljónir og það dugar jafnvel ekki til.

Það er alltaf best að kaupa þegar markaðurinn er í jafnvægi, þegar þú hefur góðan tíma til að skoða eignir og jafnvel skoða tvisvar. Getur settinn fleiri fyrirvara s.s. um ástandsskoðun þar sem það er enginn annar að bjóða. Um leið og samkeppnin byrjar þá velja seljendur yfirleitt alltaf besta tilboðið fyrir sig. Það er yfirleitt tilboðið með fæstu fyrirvarana, greiðsluflæði sem hentar seljendum. Auðvitað ef það eru mörg sambærileg tilboð þá er það endanlegt kaupverð sem yfirleitt sker úr umhver fær eignina.

Ertu með spurningar varðandi fasteignamarkaðinn sendu mér línu á asdis@husaskjol.is eða skilaboð á samfélagsmiðlunum.


Ásdís Ósk Valsdóttir
Löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls

asdis@husaskjol.is - Sími: 863 0402



Aðrar færslur