föstudagur 05.02.2021

 Eignin mín selur sig sjálf

Eignin þín fær bara eitt tækifæri til að koma ný inn á markaðinn. Það er því gífurlega mikilvægt að undirbúa hana eins vel og kostur er. Við hjá Húsaskjóli mælum alltaf með því að nota þjónustu stílista, fagljósmyndara og samfélagsmiðla til að fá sem flesta kaupendur til að skoða eignina og þannig fá sem mesta athygli.

Ef eignin fer á netið með lélegum myndum og jafnvel óundirbúnum rýmum þá fækkar þeim kaupendum sem vilja skoða og jafnframt aukast líkurnar á lægra tilboði.

Okkar ráðlegging er því hvort sem við erum á kaupenda- eða seljendamarkaði að undirbúa eignina eins vel og hægt er. 

Margir vilja vera í startholunum þegar rétta eignin er fundin og þá er tilvalið að nýta sér forsölumeðferð Húsaskjóls. Hefðbundinn fyrirvari um sölu er 30 dagar og þeir eru ansi fljótir að líða. Að þurfa jafnvel að eyða þriðjungi af þeim tíma í að undirbúa eignina vel, taka til, sinna smáviðhaldi sem hefur setið á hakanum, láta taka myndir og þess háttar getur reynst dýrkeypt og þú mögulega misst af draumaeigninni. 

Með því að nýta sér forsölumeðferð fer enginn tími til spillis heldur þarf eingöngu að setja eignina á netið þegar draumaeignin er fundin


Aðrar færslur