fimmtudagur 01.11.2018

Er eignin tilbúin í sölumeðferð?

Þrátt fyrir að það sumarið hafi verið góður sölutími þá selja eignir sig ekki sjálfar.  Það þarf að undirbúa eignina fyrir sölumeðferð og tryggja að kaupandinn sjái kosti eignarinnar.  Þegar við seldum fyrsta bílinn okkar þá bónuðum við hann hátt og lágt og settum hann í toppstandi á bílasöluna, þrátt fyrir að það hafi verið nokkrir svipaðir bílar á bílasölunni fór okkar daginn eftir.  Það sama gildir um íbúðarhúsnæði, það þarf að draga fram kosti eignarinnar og að kaupandinn nái að sjá sjálfan sig í eigninni en týnist ekki í dóti eigandans.  Mundu að glöggt er gests augað og því er gott að yfirfara eignina með fasteignasalanum og laga smágalla s.s. leka krana, lausa hurðarhúna og annað smálegt.  Til að auðvelda ykkur yfirferðina hefur Húsaskjól tekið saman gátlista.


Aðrar færslur