Fasteignamarkaðurinn sveiflast alltaf á milli þess að vera kaupendamarkaður og seljendamarkaður.
Flestir seljendur eru líka kaupendur þannig að þetta helst nokkuð í hendur. Ef þú selur á lægra verði þá kaupir þú líka á lægra verði.
Öfugt við kaupendamarkað sem einkennist af jafnvægi og stöðugleika þá er seljendamarkaður oft fullur af óvissu. Verð geta hækkað mjög mikið og seljendur vita því oft ekki hvenær er best að fara að stað. Margir vilja bíða eftir hæsta mögulega verðinu og bíða jafnvel allar hækkanir af sér og fara af stað á lækkandi markaði.
Það er yfirleitt gott að selja á kaupendamarkaði. Það eru færri óvissuþættir og hraðinn er minni. Verð er í jafnvægi og seljendur geta því selt án þess að hafa áhyggjur af því að þeir séu að missa af mögulegri hækkun.
Hins vegar er meiri samkeppni um kaupendur sem þýðir að það er gífurlega mikilvægt fyrir seljendur að undirbúa eignina mjög vel fyrir söluna
1. Verðleggja eignina rétt
2. Taka til og henda öllu óþarfa dóti
3. Klára allt smáviðhaldið sem hefur setið á hakanum.
Að selja fasteign er ekkert ósvipað og að fara á deit. Þú færð bara eitt tækifæri til að heilla kaupendur. Yfirverðlögð og/eða illa undirbúin eign getur þýtt að kaupendur hafa engan áhuga á að skoða.
Deila á Facebook Deila á LinkedIn