föstudagur 19.03.2021

Vertu tilbúin með eignina þína

Ef eignin er rétt verðlögð miðað við ástand og staðsetningu þá má gera ráð fyrir því að margir kaupendur sýni henni áhuga.  Hvernig veljur þá seljandinn úr tilboðum?  Það eru yfirleitt fjórir flokkar af kaupendum. 

  1. Kaupandi 1 er með algjörlega fyrirvaralaust tilboð með staðgreiðslu 
  2. Kaupandi 2 er með fyrirvaralaust tilboð með íbúðalán og þarf ekki að selja, dæmi fyrstu kaupendur og aðilar sem eru búnir að selja sína eign 
  3. Kaupandi 3 á eftir að selja en hann er búinn að fara í greiðslumat og fá verðmat á sína eign. Hann er ennfremur tilbúinn að setja sína eign á sölu daginn sem hann fær samþykkt tilboð. 
  4. Kaupandi 4 er ekki byrjaður á ferlinu. Hann ætlar að byrja á því þegar draumaeignin er fundin. Hann á eftir að fara í greiðslumat og heldur að eignin sín sé ca svona mikils virði.  

Til að auka líkurnar á því að þínu tilboði sé tekið er gífurlega mikilvægt að vera tilbúinn með þína eign í sölu. Þess vegna þróuðum við hjá Húsaskjóli Forsölumeðferð. Þá er allt tilbúið nema það á eftir að setja eignina á netið. Hver kannast ekki við að finna draumaeignina þegar það er gífurlega mikið álag í vinnunni og lítill tími til að undirbúa eignina fyrir sölu. Þú færð bara eitt tækifæri til að koma með nýja eign á markaðinn og því er lykilatriði að hafa góðar myndir og vandaða lýsingu. 


Aðrar færslur