þriðjudagur 02.03.2021

Fasteignamarkaðurinnmars 2021

Í janúar 2021 eru helmingi færri eignir til sölu en í janúar í fyrra. Þetta er sterk vísbending um framboðsskort sem gæti leitt til áframhaldandi verðhækkana.  Reyndar voru fréttir eftir áramót aðeins á þá leið að það væri kólnun á fasteignamarkaði og að velta hafi dregist mikið á milli mánaða. 

 

Þetta eru fréttir sem berast á hverju ári þar sem velta í desembermánuði er alltaf minni en í nóvember einfaldlega vegna þess að það eru mun færri vinnudagar og þótt að salan sé góð þá er ekki verið að þinglýsa skjölum jafn marga daga og mánuðina á undan. Ef desember 2020 er skoðaður þá var veltan 64% meiri en í meðal desembermánuði síðan árið 2006. 

 

Ef litið er á verðþróun eftir hverfum þá virðist fermetraverð hafa hækkað mest í Árbæ og Hafnarfirði en minnst í miðbænum og Mosfellsbæ.  Okkar mat er því að það sé ennþá skynsamlegt að fjárfesta í húsnæði núna frekar en að bíða og sjá hvað gerist. Einnig ráðleggjum við eigendum sérbýla sem hafa verið að hugsa um að minnka við sig að nýta góða sölu þar sem verð sérbýla hefur hækkað mjög mikið síðustu mánuði. 

 

Hægt er að nálgast alla skýrsluna með því að skrá sig á póstlistann okkar 


Aðrar færslur