fimmtudagur 24.02.2022

6 ráð til að kaupa á núverandi markaði

1. Ertu að kaupa eða ertu að skoða:

Markaðurinn í dag er gífurlega hraður og þú festir þér aldrei eign ef þú ert í raun bara að ýta á Refresh takkann á fasteignamiðlum og ætlar svo að fara af stað að skoða eignina þegar þú hefur tíma. Mín ráðlegging til allra sem eru að íhuga fasteignakaup að fara af stað þegar þeir ætla sannarlega að festa sér eign. Það er svo mikill hraði í dag að það eru litlar líkur á því að eign sem þú sást í síðustu viku sé óseld eftir viku. Þú verður vera undirbúin og tilbúin að kaupa

2. Vertu tilbúinn að gera tilboð samdægurs:

Yfirleitt eru margir kaupendur sem vilja sömu eignina. Þú þarft því að vera tilbúin að leggja inn tilboð samdægurs ef þetta er draumaeignin. Það er því mikilvægt að vera undirbúin. Búin að fá allar upplýsingar um eignina, vera búin að skoða rekstarkostnað, eru einhverjar fyrirhugaðar framkvæmdir sem skipta máli fyrir þig fjárhagslega og vera búin að stilla upp hvernig þú vilt láta tilboðið líta út ef þér líst vel á eignina eftir opna húsið.

3. Mikilvægt að bóka skoðun strax:

Ef það er opið hús þá fara í fyrsta opna húsið, ekki veðja á aukasýningu eða að það sé hægt að koma daginn eftir að skoða. Mjög algengt er að það séu komin mörg tilboð og jafnvel yfirverð eftir fyrsta opna hús og því afar litlar líkur á því að hægt sé að skoða eignina síðar.

4. Skrá sig í fasteignaleit:

Oft heyri ég að fólk missti af eigninni, það sá hana ekki á netinu fyrr en daginn eftir. Til að koma í veg fyrir það er mikilvægt að vera búin að festa eignaleitina sína á fasteignavefjunum, þú færð þá email í hvert skipti sem eign sem hentar þér kemur á skrá. Þannig ertu alltaf með puttann á púlsinum.

5. Vera undirbúinn:

Það er mjög mikilvægt að vera búin að fara í greiðslumat og kanna greiðslugetu sína á vefnum. Ef þú á eftir að selja að vera þá komin með staðfest verðmat og myndir af þinni eign. Seljandinn velur alltaf tilboðið sem honum finnst öruggast, það er ekki endilega hæsta tilboðið.

6. Kaupendaþjónusta Húsaskjóls:

Við bjóðum öllum í fasteignaleit að skrá sig inn í kaupendaþjónustu Húsaskjóls. Þar getur þú sett inn þína kaupósk, haldið utan um allar eignir sem þú hefur áhuga á að skoða óháð hjá hverjum þær eru til sölu og pantað ráðgjöf fasteignasala Húsaskjóls til að aðstoða þig sem kaupanda. Við bjóðum einnig oft upp á forskoðun áður en eignin fer á netið þannig að það borgar sig að vera skráður.


Ásdís Ósk Valsdóttir
Löggiltur fasteignasali og eigandi Húsaskjóls

asdis@husaskjol.is - Sími: 863 0402



Aðrar færslur