fimmtudagur 23.12.2021

Ný reiknivél til að grófreikna verð eignar

Við hjá Húsaskjóli fasteignasölu fáum mjög oft beiðni um að skjóta á verð fasteigna, annað hvort á staðnum eða í gegnum síma. Fólk er mikið að spá í verðið á sinni eign.

Hversu mikið hefur hún hækkað?

Voru þetta góð kaup á sínum tíma?

Hafa framkvæmdir sem ég fór í aukið virði eignarinnar? 

Algengasta spurningin sem við fáum hvort sem við erum í jólaboði eða fermingarveislu er: Hvernig er markaðurinn? Hvernig heldur þú að hann þróist og getur þú skotið á verðið á minni eign.

Reiknivélin er hugsuð sem fyrsta skref fyrir seljendur til að fá grófa mynd á hvers virði eignin þeirra er. Hún er eingöngu gróft viðmið og margar breytur sem skipta máli, s.s. hversu langt er síðan þú keyptir, hvaða endurbætur hefur þú farið í og hvernig hefur þitt hverfi hækkað/lækkað í samanburði við önnur hverfi. Ef fólk vill síðan fá vandað verðmat er hægt að bóka tíma hjá fasteignasala í kjölfarið.

Við hjá Húsaskjóli fasteignasölu vitum að það er flókið að finna rétt verð á fasteign og 7 punkta verðmatsgreiningin okkar byggir á sjónskoðun á staðnum, úttekt á eigninni og jafningjarýni til að finna rétt verð. Við skoðum sölusögu eignarinnar, seldar eignir í hverfinu sem og óseldar samanburðareignir.

Seljendur hafa verið mjög ánægðir með þessa nýjung þar sem hún sparar í raun bæði þeim og okkur sporin ef tilgangurinn með verðmatinu er bara að fá að vita hvers virði eignin þín er svona cirka en ekki að setja á sölu.

Prófaðu reiknivélina hér.


Aðrar færslur