föstudagur 12.02.2021

Hvenær er rétti tíminn til að minnka við sig?

Það býr í húsum sem eru alltof stór. Það er verið að eyða tíma í að þurrka af í herbergjum sem enginn hefur sofið í, jafnvel í mörg ár. Það er verið að borga hundruði þúsunda of mikið á ári í rekstrarkostnað af fermetrum sem enginn er að nota. Þarna erum við að tala um fasteignagjöld, fráveitugjöld, tryggingar, hita, rafmagn og svo auðvitað viðhald.

Hvenær er rétti tíminn? Það er dagurinn sem viðhaldið hættir að vera gaman og verður að kvöð. Dagurinn sem þú hugsar, oh, ég nenni ekki að laga þakkantinn, mig langar miklu meira upp í bústað. Dagurinn sem pallurinn verður að ferlíki sem þarf að bera á, ekki grunnurinn að notalegri fjölskyldustund. Hvað viltu gera í staðinn fyrir tímann sem fer í að viðhalda eigninni sem er of stór? Hvað er hægt að gera við peninginn sem fer í að borga óþarfa rekstrarkostnað?

Verð á sérbýlum er í hæstum hæðum akkúrat núna og tilvalið að nýta þennan góða sölutíma til að fá hámarksverð fyrir eignina þína. Ekki alveg viss um hvernig er hægt að stíga fyrsta skrefið. Við hjá Húsaskjóli bjóðum upp á skuldbindingalausa og fría ráðgjöf fyrir alla í fasteignahugleiðingum.


Aðrar færslur